Þinghóparnir gætu tvístrast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. október 2019 07:30 „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings.“ Phillip Hammond, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins. EPA/ANDY RAIN Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngusamningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kominn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöldanum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harðlínumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarandstaðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veruleika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þessum samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsforseti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórnmálin í Bretlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngusamningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kominn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöldanum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harðlínumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarandstaðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veruleika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þessum samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsforseti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórnmálin í Bretlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira