Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 18:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23