Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 14:00 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Töluvert hefur verið fjallað um hina væntanlegu grínmynd sem á að stórum hluta að gerast á Íslandi. Aðalleikarnir tveir eru sagðir leika hlutverk íslenskra söngvara sem fái tækifæri að taka þátt í Eurovision. Fjöldi þekktra Íslendinga mun leika í myndinni ásamt ýmsum bandarískum stórstjörnum. Þá voru haldnar opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík í síðasta mánuði, og því líklegt að myndin verði að einhverju leyti tekin upp hér á landi.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Tökur eru sem fyrr hafnar í Skotlandi og á myndum sem breskir fjölmiðlar hafa birt á undanförnum dögum frá tökustað má sjá Ferrell og McAdams í mjög íslenskum aðstæðum. Þannig má sjá þau í grasi vöxnu klettabelti við hliðina á litlum torfbæ.Ferrell skartar síðu hári og er hann klæddur í gulan regnjakka. Þá má sjá að Rachel McAdams er klædd í bláar bomsur og eitthvað sem lítur út fyrir að vera ullarpeysa.Hollywood star Will Ferrell in Edinburgh as filming begins for new movie Eurovision https://t.co/i2cKHQM8rJ#moviespic.twitter.com/TIMGNRmpzu — Entertainment News 2019 (@entertainm2019) October 1, 2019Í frétt Daily Record segir að til standi að taka stóran hluta myndarinnar upp í Edinborg. Tilkynnt var í dag að loka þurfi götum í borginni í dag og á morgun á meðan tökur fara fram. Meðal leikara í myndinni eru Pierce Brosnan og Demi Lovato. Myndir frá tökustað má sjá hér og hér. Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Netflix Tengdar fréttir Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Hefur mikla reynslu af söngvamyndum. 6. ágúst 2019 07:49 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Töluvert hefur verið fjallað um hina væntanlegu grínmynd sem á að stórum hluta að gerast á Íslandi. Aðalleikarnir tveir eru sagðir leika hlutverk íslenskra söngvara sem fái tækifæri að taka þátt í Eurovision. Fjöldi þekktra Íslendinga mun leika í myndinni ásamt ýmsum bandarískum stórstjörnum. Þá voru haldnar opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík í síðasta mánuði, og því líklegt að myndin verði að einhverju leyti tekin upp hér á landi.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Tökur eru sem fyrr hafnar í Skotlandi og á myndum sem breskir fjölmiðlar hafa birt á undanförnum dögum frá tökustað má sjá Ferrell og McAdams í mjög íslenskum aðstæðum. Þannig má sjá þau í grasi vöxnu klettabelti við hliðina á litlum torfbæ.Ferrell skartar síðu hári og er hann klæddur í gulan regnjakka. Þá má sjá að Rachel McAdams er klædd í bláar bomsur og eitthvað sem lítur út fyrir að vera ullarpeysa.Hollywood star Will Ferrell in Edinburgh as filming begins for new movie Eurovision https://t.co/i2cKHQM8rJ#moviespic.twitter.com/TIMGNRmpzu — Entertainment News 2019 (@entertainm2019) October 1, 2019Í frétt Daily Record segir að til standi að taka stóran hluta myndarinnar upp í Edinborg. Tilkynnt var í dag að loka þurfi götum í borginni í dag og á morgun á meðan tökur fara fram. Meðal leikara í myndinni eru Pierce Brosnan og Demi Lovato. Myndir frá tökustað má sjá hér og hér.
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Netflix Tengdar fréttir Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Hefur mikla reynslu af söngvamyndum. 6. ágúst 2019 07:49 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30
Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28
Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Hefur mikla reynslu af söngvamyndum. 6. ágúst 2019 07:49
Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08