Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 23:11 Harry segir erfitt að horfa upp á konu sína verða fórnarlamb sömu afla og Díana. Samsett mynd/Getty Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07
Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28
Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04