Hugsað í lausnum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 2. október 2019 07:15 Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum!
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar