Ísland henti einna best til að bjarga mannkyninu komi til alvarlegs heimsfaraldurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2019 11:15 Ísland er ofarlega á blaði. Getty/Spencer Pratt Ísland er þriðja álitlegasta eyríkið til þess að þjóna sem eins konar björgunarbátur mannkynsins standi það frammi fyrir alvarlegum heimsfaraldri og mögulegri útrýmingu af völdum hans. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein frá nýsjálenskum fræðimönnum sem birt var á dögunum.Greinin ber titilinn The Prioritization of Island Nations as Refuges from Extreme Pandemics sem þýða mætti á íslensku sem Forgangsröðun eyríkja sem athvörf frá alvarlegum heimsfaröldrum. Greinin birtist í fræðitímarítinu Risk Analysis sem fjallar um áhættugreiningu.Höfundar greinarinnar eru dr. Matt Boyd hjá Adapt Research, nýsjálensku rannsóknarfyrirtæki, og Nick Wilson, prófessor í lýðheilsufræði við Otago-háskóla í Nýja-Sjálandi.Er það mat höfunda greinarinnar að jafn vel þótt ólíklegt sé að heimsfaraldur geti ógnað framtíð alls mannkyns fari líkurnar engu að síður vaxandi með aukinni þróun í líftækni og af ýmsum öðrum ástæðum sem tíundaðar eru í greininni. Þannig geti mannkynið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni staðið frammi fyrir útrýmingu af völdum heimsfaraldurs af óþekktri stærðargráðu. Og hvað er þá til ráða? Svarið sem fræðimennirnir tveir leggja til er að skoða hvort koma ætti auga á svokölluð athvörf, eyríki sem hægt væri að einangra komi til alvarlegs heimsfaraldurs sem ógnað gæti framtíð mannkyns. Markmið greinarinnar var því að bera kennsl á þau eyríki sem hentað gætu best til þess að þjóna sem slík athvörf. Hugmyndin er sú að að þannig sé hægt að varðveita hugmyndir og þekkingu auk þess sem að í versta falli geti mannkynið fjölgað sér og dreift sér þaðan um heiminn á nýjan leik eftir að faraldurinn gengur niður.Einbeittir vísindamenn að störfum.Getty/gevendeEyríkin sem skoðuð voru í rannsókn Boyd og Wilson þurftu að uppfylla fjögur skilyrði. Eyríkið þarf að vera fullvalda ríki og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum, landamæri þess mega ekki snerta landamæri annarra ríkja, ríkið má ekki vera tengt við annað land með brú og íbúafjöldi þess þarf að vera yfir 250 þúsund. Lykilatriðið sé að varðveita þekkingu, hugmyndir og mikilvæga hæfni og því sé þörf á umtalsverðum fjölda íbúa í athvarfinu.Réðust höfundar í greiningu á fyrri rannsóknum sem fjalla um hvaða eiginleika hin svokölluðu athvörf þurfa að búa yfir komi til alvarlegs heimsfaraldurs. Kemur fram í greininni að úr þeim megi greina fjögur lykilatriði sem líta þurfi til þegar metið er hvort að tiltekið eyríki geti talist hentugt eða ekki. Fólksfjöldi, staðsetning, náttúruauðlindir og samsetning samfélagsins.Úr þessum fjórum flokkum sköpuðu höfundarnir níu lykilbreytur sem notaðar voru til þess að meta hvaða eyríki hentaði best, svo sem matvælaframleiðsla á ári hverju, fjarlægð frá öðru ríki, íbúafjöldi, og landsframleiðsla svo dæmi séu tekin.Frá miðbæ Sydney í Ástralíu. Ástralía er efst á blaði.Getty/BloombergÞannig var búin til vísitala um hvaða eyríki hentaði best og þegar búið var að reikna saman niðurstöðurnar var Ísland í þriðja sæti með skor upp á 0,64. Nýja-Sjáland skoraði 0,68 í öðru sæti en Ástralía þykir henta best, með skor upp á 0,71. Önnur eyríki sem skoðuð voru komust ekki yfir 0,5 í könnun vísindamannanna.Nefna höfundar sérstaklega ef hægt væri að finna leiðir til að auka matvælaframleiðslu á Íslandi væri vel líklegt að Ísland væri efst á blaði.Og hvað þýðir þetta? Ekkert sérstaklega mikið þar sem aðeins er um að ræða hugarleikfimi höfundanna tveggja. Í niðurlagi greinarinnar nefna þeir þó að rannsóknin gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að koma auga á hvað þurfi að gera, verði ákveðið að útnefna ákveðið eyríki sem athvarf vegna mögulegs alvarlegs heimsfaraldurs.Þannig sé undirbúningur lykilatriði og verði ákveðið að útnefna sérstök athvörf geti rannsóknin verið fyrsta skrefið í því að útiloka eyríki sem ekki þyki hentug, og þau eyríki sem teljist hentug geti hafið undirbúning.Í viðtali viðNew Zealand Heraldsegir Nick Wilson, annar höfunda greinarinnar að líkja megi því að velja ákveðið eyríki sem athvarf við það að kaupa sér tryggingar.„Maður vonar að maður þurfi ekki að nota þær en ef hið hræðilega gerist þá er mikilvægt að hafa einhverja áætlun til staðar um hvað skuli gera,“ sagði Wilson.Lesa má umrædda grein hér. Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Ísland er þriðja álitlegasta eyríkið til þess að þjóna sem eins konar björgunarbátur mannkynsins standi það frammi fyrir alvarlegum heimsfaraldri og mögulegri útrýmingu af völdum hans. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein frá nýsjálenskum fræðimönnum sem birt var á dögunum.Greinin ber titilinn The Prioritization of Island Nations as Refuges from Extreme Pandemics sem þýða mætti á íslensku sem Forgangsröðun eyríkja sem athvörf frá alvarlegum heimsfaröldrum. Greinin birtist í fræðitímarítinu Risk Analysis sem fjallar um áhættugreiningu.Höfundar greinarinnar eru dr. Matt Boyd hjá Adapt Research, nýsjálensku rannsóknarfyrirtæki, og Nick Wilson, prófessor í lýðheilsufræði við Otago-háskóla í Nýja-Sjálandi.Er það mat höfunda greinarinnar að jafn vel þótt ólíklegt sé að heimsfaraldur geti ógnað framtíð alls mannkyns fari líkurnar engu að síður vaxandi með aukinni þróun í líftækni og af ýmsum öðrum ástæðum sem tíundaðar eru í greininni. Þannig geti mannkynið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni staðið frammi fyrir útrýmingu af völdum heimsfaraldurs af óþekktri stærðargráðu. Og hvað er þá til ráða? Svarið sem fræðimennirnir tveir leggja til er að skoða hvort koma ætti auga á svokölluð athvörf, eyríki sem hægt væri að einangra komi til alvarlegs heimsfaraldurs sem ógnað gæti framtíð mannkyns. Markmið greinarinnar var því að bera kennsl á þau eyríki sem hentað gætu best til þess að þjóna sem slík athvörf. Hugmyndin er sú að að þannig sé hægt að varðveita hugmyndir og þekkingu auk þess sem að í versta falli geti mannkynið fjölgað sér og dreift sér þaðan um heiminn á nýjan leik eftir að faraldurinn gengur niður.Einbeittir vísindamenn að störfum.Getty/gevendeEyríkin sem skoðuð voru í rannsókn Boyd og Wilson þurftu að uppfylla fjögur skilyrði. Eyríkið þarf að vera fullvalda ríki og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum, landamæri þess mega ekki snerta landamæri annarra ríkja, ríkið má ekki vera tengt við annað land með brú og íbúafjöldi þess þarf að vera yfir 250 þúsund. Lykilatriðið sé að varðveita þekkingu, hugmyndir og mikilvæga hæfni og því sé þörf á umtalsverðum fjölda íbúa í athvarfinu.Réðust höfundar í greiningu á fyrri rannsóknum sem fjalla um hvaða eiginleika hin svokölluðu athvörf þurfa að búa yfir komi til alvarlegs heimsfaraldurs. Kemur fram í greininni að úr þeim megi greina fjögur lykilatriði sem líta þurfi til þegar metið er hvort að tiltekið eyríki geti talist hentugt eða ekki. Fólksfjöldi, staðsetning, náttúruauðlindir og samsetning samfélagsins.Úr þessum fjórum flokkum sköpuðu höfundarnir níu lykilbreytur sem notaðar voru til þess að meta hvaða eyríki hentaði best, svo sem matvælaframleiðsla á ári hverju, fjarlægð frá öðru ríki, íbúafjöldi, og landsframleiðsla svo dæmi séu tekin.Frá miðbæ Sydney í Ástralíu. Ástralía er efst á blaði.Getty/BloombergÞannig var búin til vísitala um hvaða eyríki hentaði best og þegar búið var að reikna saman niðurstöðurnar var Ísland í þriðja sæti með skor upp á 0,64. Nýja-Sjáland skoraði 0,68 í öðru sæti en Ástralía þykir henta best, með skor upp á 0,71. Önnur eyríki sem skoðuð voru komust ekki yfir 0,5 í könnun vísindamannanna.Nefna höfundar sérstaklega ef hægt væri að finna leiðir til að auka matvælaframleiðslu á Íslandi væri vel líklegt að Ísland væri efst á blaði.Og hvað þýðir þetta? Ekkert sérstaklega mikið þar sem aðeins er um að ræða hugarleikfimi höfundanna tveggja. Í niðurlagi greinarinnar nefna þeir þó að rannsóknin gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að koma auga á hvað þurfi að gera, verði ákveðið að útnefna ákveðið eyríki sem athvarf vegna mögulegs alvarlegs heimsfaraldurs.Þannig sé undirbúningur lykilatriði og verði ákveðið að útnefna sérstök athvörf geti rannsóknin verið fyrsta skrefið í því að útiloka eyríki sem ekki þyki hentug, og þau eyríki sem teljist hentug geti hafið undirbúning.Í viðtali viðNew Zealand Heraldsegir Nick Wilson, annar höfunda greinarinnar að líkja megi því að velja ákveðið eyríki sem athvarf við það að kaupa sér tryggingar.„Maður vonar að maður þurfi ekki að nota þær en ef hið hræðilega gerist þá er mikilvægt að hafa einhverja áætlun til staðar um hvað skuli gera,“ sagði Wilson.Lesa má umrædda grein hér.
Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira