Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 19:00 Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30