Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 19:00 Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30