Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 18:00 Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10