Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Hörður Ægisson skrifar 9. september 2019 06:15 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30
Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent