Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Hörður Ægisson skrifar 9. september 2019 06:15 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30
Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45