Sjálfboðaliðar á biðlista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2019 15:00 "Nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli, það sýna rannsóknir.“ segir Helga Sif. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira