Jórunn Edda var í vél Wizz air: „Ekki sátt að fyrirtækið hegði sér með þessum hætti“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 17:51 Fjöldi farþega Wizz air sváfu á Egilsstaðaflugvelli í nótt. Jórunn edda „Ég er furðu hress í augnablikinu. Maður er búinn að vera mjög þreyttur og svo auðvitað peppaður að þessu ferðalagi sé loksins að ljúka,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir sem var meðal farþega í annarri af tveimur vélum Wizz air sem lenda þurftu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi vegna slæms veðurs í Keflavík. Jórunn Edda var stödd á BSÍ í Reykjavík þegar Vísir náði tali af henni. Rúta sem flutti hluta farþeganna frá Egilsstöðum var þá nýkomin í bæinn eftir margra klukkustunda ferðalag. „Maður er auðvitað ekki sáttur að fyrirtækið hegði sér með þessum hætti. Það er alls ekkert í lagi.“ Farþegarnir í tveimur vélum Wizz air sem lentu á Egilsstöðum, stóðu í gærkvöldi frammi fyrir að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða þá fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir.Wizz air meðvitað löngu fyrir lendingu Lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir að farþegar vélanna eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Farþegar á Egilsstaðaflugvelli í nótt.Jórunn EddaJórunn segir að Wizz air vélarnar hafi skilið farþega eftir og svo flogið í burtu. „Það voru þarna einhverjar hótanir um tilkynningar og lagalegar aðgerðir ef maður myndi ekki skrifa undir eitthvað plagg áður en við fórum út úr vélinni,“ segir Jórunn. Hún segir að farþegar fóru frá borði þurftu allir að sjá um sig sjálfir. „Það var kona þarna með tvö börn, sem var meðal farþega og sá til þess að flugstöðinni yrði að minnsta kosti ekki lokað. Það voru ekki nóg af bílaleigubílum fyrir alla. Á sama tíma var svo hægt að sjá á Facebook-síðu Wizz air að þeir vissu næstum tveimur og hálfum tíma fyrir lendingu að þeir myndu ekki lenda í Keflavík og hefðu þá getað fundið út úr þessu áður en við lentum. Við fengum ekki að frétta neitt fyrr en rétt fyrir lendingu.“ Jórunn Edda segir að starfsmenn flugvallarins hafi þó verið mjög almennilegir og liðlegir. „Það var þarna einhver farþegi sem tókst að redda rútu. Rútan átti að koma um hálf fimm um nóttina en það tafðist og vorum við ekki komin af stað fyrr en um klukkan 8 í morgun. Við vorum svo að lenda í Reykjavík, á BSÍ, núna um klukkan 18.“Jórunn EddaEkki í lagi að lenda í þessari óvissu Aðspurð um ástandið á flugstöðinni í nótt segir hún að einhverjum hafi tekist að sofna. „Við áttum von á rútunni um klukkan hálf fimm sem tafðist svo. Maður þurfti eitthvað að ráfa eitthvað um til skiptis, reyna að láta tímann líða. Ég er ekki manneskjan sem lenti verst í þessu. Það var móðir þarna að ferðast með tvö börn. Það er auðvitað ekki í lagi að hún lendi í þessari óvissu. Viti meira að segja ekki hvort hún fengi að vera áfram í flugstöðinni eftir að við fórum úr vélinni.“ Jórunn segir að einhverjir farþeganna hafi reddað sér með bílaleigubílum, smærri rútur sótt smærri hópa og svo hafi einhverjir komið úr höfuðborginni til að sækja sitt fólk á Egilsstöðum. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Þegar mest lét í dag má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið fastir í flugvélum sem ekki var hægt að afferma strax vega veðurs. 4. október 2019 21:54 Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins. 5. október 2019 14:47 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Ég er furðu hress í augnablikinu. Maður er búinn að vera mjög þreyttur og svo auðvitað peppaður að þessu ferðalagi sé loksins að ljúka,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir sem var meðal farþega í annarri af tveimur vélum Wizz air sem lenda þurftu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi vegna slæms veðurs í Keflavík. Jórunn Edda var stödd á BSÍ í Reykjavík þegar Vísir náði tali af henni. Rúta sem flutti hluta farþeganna frá Egilsstöðum var þá nýkomin í bæinn eftir margra klukkustunda ferðalag. „Maður er auðvitað ekki sáttur að fyrirtækið hegði sér með þessum hætti. Það er alls ekkert í lagi.“ Farþegarnir í tveimur vélum Wizz air sem lentu á Egilsstöðum, stóðu í gærkvöldi frammi fyrir að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða þá fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir.Wizz air meðvitað löngu fyrir lendingu Lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir að farþegar vélanna eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Farþegar á Egilsstaðaflugvelli í nótt.Jórunn EddaJórunn segir að Wizz air vélarnar hafi skilið farþega eftir og svo flogið í burtu. „Það voru þarna einhverjar hótanir um tilkynningar og lagalegar aðgerðir ef maður myndi ekki skrifa undir eitthvað plagg áður en við fórum út úr vélinni,“ segir Jórunn. Hún segir að farþegar fóru frá borði þurftu allir að sjá um sig sjálfir. „Það var kona þarna með tvö börn, sem var meðal farþega og sá til þess að flugstöðinni yrði að minnsta kosti ekki lokað. Það voru ekki nóg af bílaleigubílum fyrir alla. Á sama tíma var svo hægt að sjá á Facebook-síðu Wizz air að þeir vissu næstum tveimur og hálfum tíma fyrir lendingu að þeir myndu ekki lenda í Keflavík og hefðu þá getað fundið út úr þessu áður en við lentum. Við fengum ekki að frétta neitt fyrr en rétt fyrir lendingu.“ Jórunn Edda segir að starfsmenn flugvallarins hafi þó verið mjög almennilegir og liðlegir. „Það var þarna einhver farþegi sem tókst að redda rútu. Rútan átti að koma um hálf fimm um nóttina en það tafðist og vorum við ekki komin af stað fyrr en um klukkan 8 í morgun. Við vorum svo að lenda í Reykjavík, á BSÍ, núna um klukkan 18.“Jórunn EddaEkki í lagi að lenda í þessari óvissu Aðspurð um ástandið á flugstöðinni í nótt segir hún að einhverjum hafi tekist að sofna. „Við áttum von á rútunni um klukkan hálf fimm sem tafðist svo. Maður þurfti eitthvað að ráfa eitthvað um til skiptis, reyna að láta tímann líða. Ég er ekki manneskjan sem lenti verst í þessu. Það var móðir þarna að ferðast með tvö börn. Það er auðvitað ekki í lagi að hún lendi í þessari óvissu. Viti meira að segja ekki hvort hún fengi að vera áfram í flugstöðinni eftir að við fórum úr vélinni.“ Jórunn segir að einhverjir farþeganna hafi reddað sér með bílaleigubílum, smærri rútur sótt smærri hópa og svo hafi einhverjir komið úr höfuðborginni til að sækja sitt fólk á Egilsstöðum.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Þegar mest lét í dag má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið fastir í flugvélum sem ekki var hægt að afferma strax vega veðurs. 4. október 2019 21:54 Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins. 5. október 2019 14:47 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Þegar mest lét í dag má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið fastir í flugvélum sem ekki var hægt að afferma strax vega veðurs. 4. október 2019 21:54
Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins. 5. október 2019 14:47
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31