Stjórnarandstöðuflokkar unnu kosningarnar í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2019 23:40 Albin Kurti er stofnandi og formaður vinstriflokksins Vetevendosje. epa Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent. Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent.
Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent