Ertu í heilbrigðu sambandi? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:00 Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman í ástarsamböndum, sem og virðing, jafnrétti og heiðarleiki. Þótt ástin sé funheit í byrjun og tilveran virðist tindra í rósrauðum bjarma er gott að hafa í huga að ekkert samband er fullkomið. Í upphafi sambands er því mikilvægt að vera nákvæmur og skýr. Þegar ástin bankar upp á hjá unglingum og ungu fólki er heilbrigð skynsemi ekki endilega efst á lista. Það er bara gaman að vera til og njóta þess að vera elskaður, dýrkaður og dáður. Þó er gott veganesti að hafa hugfast að ekkert ástarsamband er fullkomið þótt það líti sannarlega út fyrir það út á við. Þegar fólk byrjar saman er því mikilvægt að velta fyrir sér hvað það vill fá út úr sambandi. Það þarf að gera kröfur um hvernig komið er fram við það og vera óhrætt að láta vita af þeim kröfum. Því getur verið gott að skrifa niður hvað maður vill fá út úr sambandi og velta fyrir sér hvað manni finnst mikilvægast. Gott er að skoða þennan lista reglulega og velta fyrir sér hvort maður sé að fá það út úr sambandinu sem skiptir mann máli, ekki síst ef maður fer að efast um sambandið. Að sama skapi má snúa dæminu við og spyrja sjálfan sig hvernig maður vill koma fram við kærustu sína eða kærasta. Öll berum við ábyrgð á framkomu okkar við aðra og getum ekki gert kröfur á aðra ef við ætlum ekki sjálf að leggja okkur fram.Heiðarleiki góður grunnur Í heilbrigðu sambandi ríkir jafnrétti, heiðarleiki og virðing. Samskiptin þurfa að vera góð og í góðum samböndum eru góðu tímarnir fleiri en þeir slæmu. Heiðarleiki er grunnur að góðu sambandi hjá kærustupörum en heiðarleiki er líka mikilvægur í samböndum við fjölskyldu og vini. Í heiðarlegum samböndum geta báðir aðilar viðurkennt að hafa rangt fyrir sér, sagt sannleikann án þess að óttast og fyrirgefið mistök. Í góðum samböndum ríkir virðing á báða bóga. Virðing er til dæmis að styðja við hinn í því sem hann eða hún hefur áhuga á. Það er mikilvægt að virða skoðanir annarra, vera næmur á tilfinningar og treysta hinum í sambandinu. Þegar virðing ríkir í sambandinu er annar ekki að reyna að stjórna hinum né breyta því hvernig hann er. Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman. Því er mikilvægt að geta rætt málin af heiðarleika, að hlusta á hinn aðilann og vera tilbúin að ræða vandamál og ósamkomulag, því stundum verða rifrildi hreinlega til vegna misskilnings.Heimild: Embætti landlæknis. Ástin og lífið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þótt ástin sé funheit í byrjun og tilveran virðist tindra í rósrauðum bjarma er gott að hafa í huga að ekkert samband er fullkomið. Í upphafi sambands er því mikilvægt að vera nákvæmur og skýr. Þegar ástin bankar upp á hjá unglingum og ungu fólki er heilbrigð skynsemi ekki endilega efst á lista. Það er bara gaman að vera til og njóta þess að vera elskaður, dýrkaður og dáður. Þó er gott veganesti að hafa hugfast að ekkert ástarsamband er fullkomið þótt það líti sannarlega út fyrir það út á við. Þegar fólk byrjar saman er því mikilvægt að velta fyrir sér hvað það vill fá út úr sambandi. Það þarf að gera kröfur um hvernig komið er fram við það og vera óhrætt að láta vita af þeim kröfum. Því getur verið gott að skrifa niður hvað maður vill fá út úr sambandi og velta fyrir sér hvað manni finnst mikilvægast. Gott er að skoða þennan lista reglulega og velta fyrir sér hvort maður sé að fá það út úr sambandinu sem skiptir mann máli, ekki síst ef maður fer að efast um sambandið. Að sama skapi má snúa dæminu við og spyrja sjálfan sig hvernig maður vill koma fram við kærustu sína eða kærasta. Öll berum við ábyrgð á framkomu okkar við aðra og getum ekki gert kröfur á aðra ef við ætlum ekki sjálf að leggja okkur fram.Heiðarleiki góður grunnur Í heilbrigðu sambandi ríkir jafnrétti, heiðarleiki og virðing. Samskiptin þurfa að vera góð og í góðum samböndum eru góðu tímarnir fleiri en þeir slæmu. Heiðarleiki er grunnur að góðu sambandi hjá kærustupörum en heiðarleiki er líka mikilvægur í samböndum við fjölskyldu og vini. Í heiðarlegum samböndum geta báðir aðilar viðurkennt að hafa rangt fyrir sér, sagt sannleikann án þess að óttast og fyrirgefið mistök. Í góðum samböndum ríkir virðing á báða bóga. Virðing er til dæmis að styðja við hinn í því sem hann eða hún hefur áhuga á. Það er mikilvægt að virða skoðanir annarra, vera næmur á tilfinningar og treysta hinum í sambandinu. Þegar virðing ríkir í sambandinu er annar ekki að reyna að stjórna hinum né breyta því hvernig hann er. Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman. Því er mikilvægt að geta rætt málin af heiðarleika, að hlusta á hinn aðilann og vera tilbúin að ræða vandamál og ósamkomulag, því stundum verða rifrildi hreinlega til vegna misskilnings.Heimild: Embætti landlæknis.
Ástin og lífið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira