Var gripinn glóðvolgur við að leka hernaðarleyndarmálum til fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 9. október 2019 20:30 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunni í dag. Getty/Wong Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger. Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger.
Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira