Íranir kynna friðarsamkomulag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 11:28 Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, flytur ræðu á 39 ára afmælisfögnuði stríðsins á milli Íran og Írak. AP Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama. Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama.
Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent