Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 16:48 Thunberg hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. Vísir/EPA Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26