Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 09:38 Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. AP/Matt Dunham Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira