Íslandspóstur selur annað dótturfélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 13:05 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“ Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“
Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15