Enski boltinn

West Ham setur stuðningsmann í lífstíðarbann

Anton Ingi Leifsson skrifar
West Ham fagnar öðru marki sínu um helgina.
West Ham fagnar öðru marki sínu um helgina. vísir/getty
West Ham hefur stuðningsmann í lífstíðarbann frá leikjum félagsins eftir að myndband frá síðustu leiktíð lak á samfélagsmiðla á mánudag.

Myndbandið vakti mikla athygli á mánudaginn en það er frá síðustu leiktíð. Úrvalsdeildarfélagið kallaði myndbandið „ógeðslegt“ og hefur sett stuðningsmanninn í lífstíðarbann frá heimavelli félagsins.







Kick It Out, samtökin sem berjast gegn rasisma, hefur hrósað West Ham fyrir flott vinnubrögð og segja að skilaboðin séu skýr hvað varðar rasisma.

West Ham vann 2-0 sigur á Manchester United um helgina og er liðið í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig í fyrstu sex leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×