Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna.
Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum.
Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv
— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024
Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu.
Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo.
WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75
— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024
Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig.