Google segist hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna Davíð Stefánsson skrifar 26. september 2019 06:00 Skammtatölvur framtíðarinnar munu umbylta samfélögum með gríðarlegri reiknigetu. Getty/Rost-9D Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira