Tímamótaverkefni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar