Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 12:21 Blómstrandi hestakastaníutré á Englandi. Vísir/Getty Hestakastaníutré er á meðal tæplega helmings ríflega fjögur hundruð evrópskra trjátegunda sem eru nú skilgreindar í útrýmingarhættu hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Trjánum stafar meðal annars ógn af aðgerðum manna, beint og óbeint. Í skýrslu samtakanna IUCN er lagt mat á ástand 454 trjátegunda sem eru upprunnar í Evrópu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 42% þeirra eru talin í útrýmingarhættu að einhverju leyti. Af þeim trjám sem eru aðeins til í Evrópu eru 58% í hættu. Craig Hilton-Taylor, yfirmaður válista IUCN, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni. Tré sé lífsnauðsynleg á jörðinni. Evrópsk tré séu uppspretta matar og skjóls fyrir fjölmargar dýrategundir eins og fugla og íkorna. Þau leiki jafnframt mikilvægt efnahagslegt hlutverk. Ágangur mölflugna og sjúkdóma er það sem ógnar hestakastaníutrénu sem samtökin telja nú í nokkurri hættu á útrýmingu. Ýmislegt ógnar trjánum í Evrópu, þar á meðal meindýr, sjúkdómar, samkeppni við ágengar nýjar tegundir, skógareyðing, ósjálfbært skógarhögg, breytt landnotkun og skógareldar. Luc Bas, forstjóri skrifstofu IUCN í Evrópu, segir að aðgerðir manna valdi hnignun trjátegunda um alla álfuna. „Þessi skýrsla sýnir hversu slæmt ástandið er fyrir margar vanmetnar tegundir sem hafa ekki fengið athygli en eru bakbeinið í vistkerfum Evrópu og leggja sitt að mörkum til heilbrigðrar plánetu,“ segir Bas. Önnur skýrsla bendir til þess að tæpur helmingur runnategunda í Evrópu sé í hættu á útrýmingu vegna eyðingar og taps víðerna í Evrópu auk landbúnaðar, ágengra nýrra tegunda og loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Hestakastaníutré er á meðal tæplega helmings ríflega fjögur hundruð evrópskra trjátegunda sem eru nú skilgreindar í útrýmingarhættu hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Trjánum stafar meðal annars ógn af aðgerðum manna, beint og óbeint. Í skýrslu samtakanna IUCN er lagt mat á ástand 454 trjátegunda sem eru upprunnar í Evrópu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 42% þeirra eru talin í útrýmingarhættu að einhverju leyti. Af þeim trjám sem eru aðeins til í Evrópu eru 58% í hættu. Craig Hilton-Taylor, yfirmaður válista IUCN, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni. Tré sé lífsnauðsynleg á jörðinni. Evrópsk tré séu uppspretta matar og skjóls fyrir fjölmargar dýrategundir eins og fugla og íkorna. Þau leiki jafnframt mikilvægt efnahagslegt hlutverk. Ágangur mölflugna og sjúkdóma er það sem ógnar hestakastaníutrénu sem samtökin telja nú í nokkurri hættu á útrýmingu. Ýmislegt ógnar trjánum í Evrópu, þar á meðal meindýr, sjúkdómar, samkeppni við ágengar nýjar tegundir, skógareyðing, ósjálfbært skógarhögg, breytt landnotkun og skógareldar. Luc Bas, forstjóri skrifstofu IUCN í Evrópu, segir að aðgerðir manna valdi hnignun trjátegunda um alla álfuna. „Þessi skýrsla sýnir hversu slæmt ástandið er fyrir margar vanmetnar tegundir sem hafa ekki fengið athygli en eru bakbeinið í vistkerfum Evrópu og leggja sitt að mörkum til heilbrigðrar plánetu,“ segir Bas. Önnur skýrsla bendir til þess að tæpur helmingur runnategunda í Evrópu sé í hættu á útrýmingu vegna eyðingar og taps víðerna í Evrópu auk landbúnaðar, ágengra nýrra tegunda og loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira