Andrés Ingi leggur fram frumvarp um snöggskilnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:13 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að fólk hljóti að geta ákveðið jafnhratt hvort það vilji gifta sig og hvort það vilji skilja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar.
Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira