Hætta rannsókn á fjármálum Brexit-sinna Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2019 16:59 Arron Banks, umdeildi auðkýfingurinn sem fjármagnaði Leave.EU. Vísir/EPA Breska lögreglan hefur fellt niður sakamálarannsókn á fjármálum Leave.EU, samtaka sem börðust fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Yfirkjörstjórn Bretlands vísaði máli samtakanna áfram vegna gruns um að þau hefðu brotið kosningalög. Í skýrslu til saksóknara segir lögreglan í London að þó að ljóst sé að Leave.EU hafi tæknilega brotið kosningalög varðandi skýrslu sem þau skiluðu um útgjöld sín sé ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að réttlæta frekari sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters. Kjörstjórn Bretlands sektaði Leave.EU um 70.000 pund fyrir að hafa eytt meiru í kosningabaráttuna en leyfilegt var samkvæmt kosningalögum án þess að gefa það upp í maí í fyrra. Sektin jafnaði þá hæstu sem kjörstjórnin hefur lagt á. Arron Banks, auðkýfingurinn sem stýrði Leave.EU, segir hópinn ætla að krefjast rannsóknar á málinu gegn honum og kallaði eftir því að formaður kjörstjórnar segði af sér eftir að rannsókn Londonlögreglunnar var felld niður. Önnur rannsókn stendur enn yfir á meintum brotum Leave.EU hjá Glæpastofnun Bretlands, einni æðstu löggæslustofnun landsins. Þá rannsakar lögreglan í London enn uppgjör tveggja annarra hópa sem skipulögðu kosningabarátt fyrir útgöngu, Vote Leave og BeLeave. Bretland Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Stærsti fjárhagslegi bakhjarl baráttunnar fyrir Brexit hitti rússneskan sendiherrann minnst sjö sinnum oftar en hann hefur viðurkennt fram að þessu. 8. júlí 2018 08:27 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Breska lögreglan hefur fellt niður sakamálarannsókn á fjármálum Leave.EU, samtaka sem börðust fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Yfirkjörstjórn Bretlands vísaði máli samtakanna áfram vegna gruns um að þau hefðu brotið kosningalög. Í skýrslu til saksóknara segir lögreglan í London að þó að ljóst sé að Leave.EU hafi tæknilega brotið kosningalög varðandi skýrslu sem þau skiluðu um útgjöld sín sé ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að réttlæta frekari sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters. Kjörstjórn Bretlands sektaði Leave.EU um 70.000 pund fyrir að hafa eytt meiru í kosningabaráttuna en leyfilegt var samkvæmt kosningalögum án þess að gefa það upp í maí í fyrra. Sektin jafnaði þá hæstu sem kjörstjórnin hefur lagt á. Arron Banks, auðkýfingurinn sem stýrði Leave.EU, segir hópinn ætla að krefjast rannsóknar á málinu gegn honum og kallaði eftir því að formaður kjörstjórnar segði af sér eftir að rannsókn Londonlögreglunnar var felld niður. Önnur rannsókn stendur enn yfir á meintum brotum Leave.EU hjá Glæpastofnun Bretlands, einni æðstu löggæslustofnun landsins. Þá rannsakar lögreglan í London enn uppgjör tveggja annarra hópa sem skipulögðu kosningabarátt fyrir útgöngu, Vote Leave og BeLeave.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Stærsti fjárhagslegi bakhjarl baráttunnar fyrir Brexit hitti rússneskan sendiherrann minnst sjö sinnum oftar en hann hefur viðurkennt fram að þessu. 8. júlí 2018 08:27 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Stærsti fjárhagslegi bakhjarl baráttunnar fyrir Brexit hitti rússneskan sendiherrann minnst sjö sinnum oftar en hann hefur viðurkennt fram að þessu. 8. júlí 2018 08:27
Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39