Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 22:44 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar írönsk stjórnvöld um að standa að baki drónaárásum á sádiarabískar olíuvinnslustöðvar fyrr í dag. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem eru hallir undir Írani, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og segja að vænta megi fleiri árása í framtíðinni. Ráðist var á tvær stærstu olíuframleiðslustöðvar Sádi-Arabíu. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri er sú stærsta í heimi og framleiðir um eitt prósent allra olíubirgða heims. „Tehran stendur á bak við naumlega 100 árásir á Sádi-Arabíu á meðan Rouhani og Zarif þykjast standa í einhvers konar ríkiserindrekstri,“ tísti Pompeo fyrr í dag. Á hann þar við Hassan Rohani, forseta Írans, og Javad Zarif utanríkisráðherra.Tehran is behind nearly 100 attacks on Saudi Arabia while Rouhani and Zarif pretend to engage in diplomacy. Amid all the calls for de-escalation, Iran has now launched an unprecedented attack on the world’s energy supply. There is no evidence the attacks came from Yemen. — Secretary Pompeo (@SecPompeo) September 14, 2019 Áður en Pompeo lét þessi orð falla á Twitter sagði Hvíta húsið í yfirlýsingu að Trump forseti hafi átt samtal við Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Er hann sagður hafa boðið fram stuðning Bandaríkjanna við að „verja Sádi-Arabíu.“ Sádi-Arabía styður jemensk stjórnvöld í baráttu sinni við Hútana, sem á móti eru studdir af Íran, en borgarastyrjöld milli fylkinga hefur staðið yfir síðan árið 2015.„Óábyrg einföldun“ Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins og meðlimur utanríkismálanefndar þingsins, svaraði Pompeo á Twitter þar sem hann gagnrýndi orð utanríkisráðherrans. „Þetta er ótrúlega óábyrg einföldun og það er svona sem við komum okkur í heimskuleg stríð eftir hentisemi. Sádi-Arabía og Hútarnir eiga í stríði. Sádar ráðast á Hútana og Hútarnir svara í sömu mynt. Íranir styðja við Hútana og hafa verið lélegir leikarar, en þetta er ekki jafn einfalt og að segja Hútar = Íran.“This is such irresponsible simplification and it’s how we get into dumb wars of choice The Saudis and Houthis are at war. The Saudis attack the Houthis and the Houthis attack back. Iran is backing the Houthis and has been a bad actor, but it’s just not as simple as Houthis=Iran. https://t.co/BFiO1AQe2B — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) September 14, 2019 Ekki liggur fyrir hvort manntjón varð í árásunum tveimur, en mikill eldur braust út í kjölfar þeirra. Viðbragðsaðilum tókst þó fljótt að koma böndum á hann. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar írönsk stjórnvöld um að standa að baki drónaárásum á sádiarabískar olíuvinnslustöðvar fyrr í dag. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem eru hallir undir Írani, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og segja að vænta megi fleiri árása í framtíðinni. Ráðist var á tvær stærstu olíuframleiðslustöðvar Sádi-Arabíu. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri er sú stærsta í heimi og framleiðir um eitt prósent allra olíubirgða heims. „Tehran stendur á bak við naumlega 100 árásir á Sádi-Arabíu á meðan Rouhani og Zarif þykjast standa í einhvers konar ríkiserindrekstri,“ tísti Pompeo fyrr í dag. Á hann þar við Hassan Rohani, forseta Írans, og Javad Zarif utanríkisráðherra.Tehran is behind nearly 100 attacks on Saudi Arabia while Rouhani and Zarif pretend to engage in diplomacy. Amid all the calls for de-escalation, Iran has now launched an unprecedented attack on the world’s energy supply. There is no evidence the attacks came from Yemen. — Secretary Pompeo (@SecPompeo) September 14, 2019 Áður en Pompeo lét þessi orð falla á Twitter sagði Hvíta húsið í yfirlýsingu að Trump forseti hafi átt samtal við Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Er hann sagður hafa boðið fram stuðning Bandaríkjanna við að „verja Sádi-Arabíu.“ Sádi-Arabía styður jemensk stjórnvöld í baráttu sinni við Hútana, sem á móti eru studdir af Íran, en borgarastyrjöld milli fylkinga hefur staðið yfir síðan árið 2015.„Óábyrg einföldun“ Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins og meðlimur utanríkismálanefndar þingsins, svaraði Pompeo á Twitter þar sem hann gagnrýndi orð utanríkisráðherrans. „Þetta er ótrúlega óábyrg einföldun og það er svona sem við komum okkur í heimskuleg stríð eftir hentisemi. Sádi-Arabía og Hútarnir eiga í stríði. Sádar ráðast á Hútana og Hútarnir svara í sömu mynt. Íranir styðja við Hútana og hafa verið lélegir leikarar, en þetta er ekki jafn einfalt og að segja Hútar = Íran.“This is such irresponsible simplification and it’s how we get into dumb wars of choice The Saudis and Houthis are at war. The Saudis attack the Houthis and the Houthis attack back. Iran is backing the Houthis and has been a bad actor, but it’s just not as simple as Houthis=Iran. https://t.co/BFiO1AQe2B — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) September 14, 2019 Ekki liggur fyrir hvort manntjón varð í árásunum tveimur, en mikill eldur braust út í kjölfar þeirra. Viðbragðsaðilum tókst þó fljótt að koma böndum á hann.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44