Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 10:59 Flóttafólkið bíður eftir að fá að ganga á land í Lampedusa. AP/Renata Brito Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ítölsk yfirvöld segja að þau hafi leift skipinu, Ocean Viking eða Hafvíkingnum, að hleypa flóttafólkinu frá borði þar sem flestir um borð munu vera fluttir til annarra landa innan Evrópusambandsins. Landgangan markar breytingar á flóttamannamálum á Ítalíu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip kæmust í land. Flóttafólkið var flutt af Hafvíkingnum yfir í skip landhelgisgæslunnar áður en það var flutt í land. Nýr utanríkisráðherra, Luigi Di Maio, sagði í samtali við ítalskar fréttastöðvar að höfnin í Lampedusa verði nú opin vegna þess að Evrópusambandið hafi samþykkt beiðni yfirvalda um að flóttafólkið yrði flutt til annarra landa innan sambandsins. Hann bætti við að stefna yfirvalda um opnar hafnir myndi ekki breytast. „Það verður að vera á hreinu að, jafnvel hjá fyrri yfirvöldum, var markmið okkar að tryggja að flóttafólkið sem kæmi til Ítalíu yrði flutt til annarra Evrópulanda.“ Salvini, sem er leiðtogi hægriflokksins League og fyrrverandi stuðningsmaður Di Maio, sagði upp stjórnarsamstarfi flokks síns við Fimm stjörnu flokkinn í síðasta mánuði til þess að til nýrra kosninga yrði blásið. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, tísti á laugardag að samþykktur hafi verið sértækur evrópskur sáttmáli milli Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Portúgal og Lúxemborgar sem leifði flóttafólkinu á þessu skipi að koma til hafnar. „Við þurfum núna að komast að samkomulagi um það hvernig tekið verður á svona málum í Evrópu,“ bætti hann við.Evrópskt samkomulag um flóttafólk í bígerð Evrópusambandið virðist nálgast einhverskonar samkomulag um það hvernig bregðast eigi við skipum flóttamanna, að minnsta kosti tímabundið. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ef til samkomulagsins kæmi myndi Þýskaland taka við 25% flóttamanna sem kæmu til Ítalíu. „Það mun vera í samræmi við innflytjendastefnu okkar,“ sagði hann í samtali við Sueddeutche Zeitung dagblaðið á laugardag. Hann sagði tíma til kominn að binda endi á „sársaukafulla ferlið“ sem ganga þarf í gegn um í hvert skipti sem björgunarbátur kæmi í land með flóttafólk. Innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna munu funda í Möltu síðar í mánuðinum til að reyna að komast að samkomulagi um málið áður en leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Lúxemborg í október. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa bæði Frakkland og Þýskaland samþykkt að taka að sér fjórðung flóttafólksins og Ítalía muni taka að sér 10%. Hjálparsamtökin SOS Méditerranée gera út björgunarskipið í samstarfi við Médecins Sans Frontiéres (MSF).82 vulnerable people on board #OceanViking are waiting to be assigned a Place of Safety: 58 men, 6 women, 17 minors & a 1 year old child. Who knows how many more people will lose their lives in the #Mediterranean while #EU member states deliberate their fate? pic.twitter.com/jrW7zbQHic — MSF Sea (@MSF_Sea) September 12, 2019 MSF sagði á Twitter að það hafi fengið leifi fyrir því að sigla til Lampedusa, sex dögum eftir að flóttafólkinu var bjargað undan ströndum Líbíu. Þá hafi 58 karlmenn, sex konur og átján einstaklingar undir lögaldri verið í hópi flóttafólksins. Þar áður hafði MSF birt myndband af viðbrögðum fólksins þegar það fékk fréttirnar um að þau fengju að ganga í land á Ítalíu.The moment 82 rescued men, women and children onboard the #OceanViking heard they had finally been granted a place of safety and are on their way to the island of #Lampedusa in #Italypic.twitter.com/myBY1ZJotp — MSF Sea (@MSF_Sea) September 14, 2019 Á síðustu árum hefur Ítalía, líkt og Grikkland, átt erfitt með að takast á við björgunarbátana sem siglt hafa frá Norður Afríku eða Tyrklandi. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Þýskaland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ítölsk yfirvöld segja að þau hafi leift skipinu, Ocean Viking eða Hafvíkingnum, að hleypa flóttafólkinu frá borði þar sem flestir um borð munu vera fluttir til annarra landa innan Evrópusambandsins. Landgangan markar breytingar á flóttamannamálum á Ítalíu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip kæmust í land. Flóttafólkið var flutt af Hafvíkingnum yfir í skip landhelgisgæslunnar áður en það var flutt í land. Nýr utanríkisráðherra, Luigi Di Maio, sagði í samtali við ítalskar fréttastöðvar að höfnin í Lampedusa verði nú opin vegna þess að Evrópusambandið hafi samþykkt beiðni yfirvalda um að flóttafólkið yrði flutt til annarra landa innan sambandsins. Hann bætti við að stefna yfirvalda um opnar hafnir myndi ekki breytast. „Það verður að vera á hreinu að, jafnvel hjá fyrri yfirvöldum, var markmið okkar að tryggja að flóttafólkið sem kæmi til Ítalíu yrði flutt til annarra Evrópulanda.“ Salvini, sem er leiðtogi hægriflokksins League og fyrrverandi stuðningsmaður Di Maio, sagði upp stjórnarsamstarfi flokks síns við Fimm stjörnu flokkinn í síðasta mánuði til þess að til nýrra kosninga yrði blásið. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, tísti á laugardag að samþykktur hafi verið sértækur evrópskur sáttmáli milli Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Portúgal og Lúxemborgar sem leifði flóttafólkinu á þessu skipi að koma til hafnar. „Við þurfum núna að komast að samkomulagi um það hvernig tekið verður á svona málum í Evrópu,“ bætti hann við.Evrópskt samkomulag um flóttafólk í bígerð Evrópusambandið virðist nálgast einhverskonar samkomulag um það hvernig bregðast eigi við skipum flóttamanna, að minnsta kosti tímabundið. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ef til samkomulagsins kæmi myndi Þýskaland taka við 25% flóttamanna sem kæmu til Ítalíu. „Það mun vera í samræmi við innflytjendastefnu okkar,“ sagði hann í samtali við Sueddeutche Zeitung dagblaðið á laugardag. Hann sagði tíma til kominn að binda endi á „sársaukafulla ferlið“ sem ganga þarf í gegn um í hvert skipti sem björgunarbátur kæmi í land með flóttafólk. Innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna munu funda í Möltu síðar í mánuðinum til að reyna að komast að samkomulagi um málið áður en leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Lúxemborg í október. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa bæði Frakkland og Þýskaland samþykkt að taka að sér fjórðung flóttafólksins og Ítalía muni taka að sér 10%. Hjálparsamtökin SOS Méditerranée gera út björgunarskipið í samstarfi við Médecins Sans Frontiéres (MSF).82 vulnerable people on board #OceanViking are waiting to be assigned a Place of Safety: 58 men, 6 women, 17 minors & a 1 year old child. Who knows how many more people will lose their lives in the #Mediterranean while #EU member states deliberate their fate? pic.twitter.com/jrW7zbQHic — MSF Sea (@MSF_Sea) September 12, 2019 MSF sagði á Twitter að það hafi fengið leifi fyrir því að sigla til Lampedusa, sex dögum eftir að flóttafólkinu var bjargað undan ströndum Líbíu. Þá hafi 58 karlmenn, sex konur og átján einstaklingar undir lögaldri verið í hópi flóttafólksins. Þar áður hafði MSF birt myndband af viðbrögðum fólksins þegar það fékk fréttirnar um að þau fengju að ganga í land á Ítalíu.The moment 82 rescued men, women and children onboard the #OceanViking heard they had finally been granted a place of safety and are on their way to the island of #Lampedusa in #Italypic.twitter.com/myBY1ZJotp — MSF Sea (@MSF_Sea) September 14, 2019 Á síðustu árum hefur Ítalía, líkt og Grikkland, átt erfitt með að takast á við björgunarbátana sem siglt hafa frá Norður Afríku eða Tyrklandi.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Þýskaland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira