Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2019 09:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44