Baulað á Johnson í Lúxemborg Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:52 Bettel tók einn við spurningum blaðamanna eftir að Johnson hætti við fundinn vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Vísir/EPA Forsvarsmönnum Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bar ekki saman um gang viðræðna þeirra um fyrirhugaða útgöngu Breta eða hver bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu varðandi hana eftir fundi þeirra í Lúxemborg í dag. Johnson hætti við blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna háværra mótmæla. Johnson fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamann ESB gagnvart Bretlandi, og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, í dag. Eftir fundina hélt Johnson því fram að nýr útgöngusamningur væri byrjaður að sjá dagsins ljós. „Já, það eru góðir möguleikar á samningi, já ég get séð móta fyrir því, allir sjá um það bil hvað er hægt að gera,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir fundina. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nýjar tillögur um samninga þyrftu að vera í samræmi við samninginn sem breska þingið hefur hafnað í þrígang. Bettel lét Johnson heyra það á blaðamannafundi sem Johnson hætti við að taka þátt í vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu og að hann hefði framtíð allra Breta í höndum sínum. „Þú getur ekki haldið framtíðinni í gíslingu fyrir flokkspólitíska hagsmuni,“ sagði Bettel. Reuters segir að mótmælendurnir hafi meðal annars verið breskir eftirlaunaþegar búsettir í Lúxemborg. Þeir hafi heyrst hrópa „fasisti“, „stöðvið valdaránið, segið sannleikann“ og „Skammastu þín, Boris“ að Johnson. Eftir á bar Johnson því við að það hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bettel að hann tæki þátt í blaðamannafundinum vegna mótmælendanna. Bettel tók engu að síður við spurningum blaðamanna við hlið auðs ræðupúlts þar sem Johnson átti að standa.“I don't think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Lúxemborg Tengdar fréttir Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Forsvarsmönnum Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bar ekki saman um gang viðræðna þeirra um fyrirhugaða útgöngu Breta eða hver bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu varðandi hana eftir fundi þeirra í Lúxemborg í dag. Johnson hætti við blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna háværra mótmæla. Johnson fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamann ESB gagnvart Bretlandi, og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, í dag. Eftir fundina hélt Johnson því fram að nýr útgöngusamningur væri byrjaður að sjá dagsins ljós. „Já, það eru góðir möguleikar á samningi, já ég get séð móta fyrir því, allir sjá um það bil hvað er hægt að gera,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir fundina. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nýjar tillögur um samninga þyrftu að vera í samræmi við samninginn sem breska þingið hefur hafnað í þrígang. Bettel lét Johnson heyra það á blaðamannafundi sem Johnson hætti við að taka þátt í vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu og að hann hefði framtíð allra Breta í höndum sínum. „Þú getur ekki haldið framtíðinni í gíslingu fyrir flokkspólitíska hagsmuni,“ sagði Bettel. Reuters segir að mótmælendurnir hafi meðal annars verið breskir eftirlaunaþegar búsettir í Lúxemborg. Þeir hafi heyrst hrópa „fasisti“, „stöðvið valdaránið, segið sannleikann“ og „Skammastu þín, Boris“ að Johnson. Eftir á bar Johnson því við að það hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bettel að hann tæki þátt í blaðamannafundinum vegna mótmælendanna. Bettel tók engu að síður við spurningum blaðamanna við hlið auðs ræðupúlts þar sem Johnson átti að standa.“I don't think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Lúxemborg Tengdar fréttir Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03