Þegar hauststressið heltekur hugann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2019 07:30 Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Kristín Hrefna Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun