Þættirnir voru þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Þriðji og síðasti þátturinn var sýndur á Stöð 2 og hér á Vísi í gær.
Í þáttunum er meðal annars fjalla um misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða sem hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.
Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er sýnt myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu.
Í þættinum í gær var meðal annars farið yfir sögu Hafliða Arnars Bjarnasonar sem lést árið 2017 og Steindórs Smára Sveinssonar og Einars Darra Óskarssonar sem kvöddu þennan heim í fyrra.
Rætt er við fjölskyldumeðlimi þeirra í þættinum.
Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.