Handbolti

Seinni bylgjan: Sautján ára með þrettán löglegar stöðvanir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Tinna lék einkar vel í vörn Stjörnunnar gegn Haukum.
Katrín Tinna lék einkar vel í vörn Stjörnunnar gegn Haukum. mynd/stöð 2 sport
Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram um helgina.

Einn þeirra leikmanna sem vöktu athygli í 1. umferðinni hin 17 ára Katrín Tinna Jensdóttir sem fór mikinn í vörn Stjörnunnar í sigrinum á Haukum, 22-25.

Katrín Tinna var með hvorki fleiri né færri en 13 löglegar stöðvanir og fékk tíu í varnareinkunn hjá HBStatz. Hún kom til Stjörnunnar frá Fylki fyrir tímabilið.

„Ég sá þessa stelpu með U-17 ára landsliðinu og það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um Katrínu Tinnu í Seinni bylgjunni í gær.

Auk Stjörnunnar unnu Íslandsmeistarar Vals, Fram og ÍBV sína leiki í 1. umferðinni um helgina.

Alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um Olís-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Olís-deild kvenna farin af stað
 


Tengdar fréttir

Stjarnan byrjar Olísdeildina á sigri

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka í fyrsta leik Olísdeildar kvenna. Lokatölur leiksins 25-22 Garðbæingum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×