Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 15:15 Bílalestin lokaði hægri akrein Kringlumýrarbrautar í suðurátt, nánast frá Háaleitisbraut að Miklubraut. Ásmundur Jónsson Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér. Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér.
Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30