Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 16:31 Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12