Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. september 2019 06:51 Avigdor Lieberman, forystumaður veraldlega hægriflokksins Yisrael Beitenu sem er klofningur út úr Líkúd-flokki Netanyahu. Vísir/Getty Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00