Óskar Örn orðinn markahæsti leikmaður KR í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 21:58 Magnaður Óskar Örn Hauksson. vísir/bára Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar. Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar.
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00
KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00