Óljóst hvort flokksmenn samþykki nýtt stjórnarsamstarf Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2019 12:37 Guiseppe Conte tók við sem forsætisráðherra Ítalíu sumarið 2018. Getty Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra. Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra.
Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00