Hjónin Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, ljósmóðir, eiga von á þriðja barni sínu. Þetta kemur fram á vefsíðu Mannlífs.
Gói og Ingibjörg giftu sig fyrir tíu árum og áttu tíu ára brúðkaupsafmæli 22. ágúst.
Saman eiga þau í dag einn son og eina dóttir en bráðlega verður fjölskyldan fimm manna. Síðast eignuðust hjónin barn árið 2011.
Gói og Ingibjörg eiga von á þriðja barninu
