George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2019 15:39 George Clooney leikstýrir myndinni en hann leitar að aukaleikurum á aldrinum 7 til 70 ára. Vísir/Getty Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23