Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 10:45 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Þrjár slíkar eru fyrirhugaðar á Íslandi sem stendur og segir talsmaður Tesla að tilkynnt verði um fleiri þegar fram líða stundir. Getty/Justin Sullivan Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi. Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi.
Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35