Fékk í magann þegar hann horfði á eftir syni sínum fara yfir Miklubrautina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 11:58 Ungur sonur Björns Hákons Sveinssonar hafði tjáð pabba sínum að það væri erfitt að fara yfir Miklubrautina við Lönguhlíð á leið í skólann. Björn Hákon ákvað því að horfa á eftir syni sínum á hjólinu yfir götuna og sá fólksbíl ekið í veg fyrir hann á grænu gönguljósi. Hann náði augnablikinu á myndband. Átakið Göngum í skólann stendur yfir þessa dagana þar sem börn eru hvött til að láta ekki skutla sér í skólann. „Hann var búinn að segja mér frá því að það væri erfitt að fara yfir götuna svo ég ákvað að fara í humátt eftir honum. Svo var þetta nákvæmlega eins og hann var búinn að lýsa,“ segir Björn Hákon Sveinsson. „Eins og gefur að skilja fær maður algjörlega í magann.“Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.FBL/Anton BrinkEins og sjá má á myndbandinu efst í fréttinni beygir bíll, sem ekið er úr Lönguhlíð í suður austur yfir Miklubraut þegar grænt gönguljós er komið fyrir son Björns Hákons. Sá ungi er greinilega meðvitaður um hættuna, leyfir bílnum að aka áður en hann heldur áfram yfir götuna. „Það má í rauninni segja að þetta sé sök þeirra sem koma beint yfir Lönguhlíðina, halda svo lengi áfram að ökumaður bílsins á ekki möguleika á að fara yfir,“ segir Björn Hákon. Þetta sé erfitt við að eiga en það sé hans mat að öryggi hjólandi og gangandi eigi að vega meira en þeirra sem aka bílum. Björn Hákon er formaður Samtaka um bíllausan lífstíl.Gæti neyðst til að eggja bílana Björn Hákon birti myndbandið á Twitter og spurði lögreglu og Vegagerðina út í þessi gatnamót. Hvort ekki stæði til að setja upp beygjuljós fyrir þá sem aka Lönguhlíðina, áður en stórslys verður. Þá mætti lögregla sekta ökumenn þarna til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Ef ekki neyðist hann til að mæta með eggjabakka og henda í bíla þessa fólks sem skapi hættuna. „Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar,“ segir í svari Vegagerðarinnar á Twitter. Björn Hákon segir undirgöngin enga lausn fyrir hjólandi og fólk með barnavagn. Auk þess þyrfti sonur hans þá að fara í tvígang yfir gönguljós á Lönguhlíð auk þess að halda á hjólinu sínu upp og niður tröppuna. Hann minnir á að alvarlegt slys hafi orðið í vetur þegar ökumaður, sem beygði af Miklubraut norður Lönguhlíð, ók niður barn. Fleiri slys hafa orðið á sömu gatnamótum, til dæmis árið 2011 og árið 2014. Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar.— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 5, 2019 Fljótlegasta lausnin að mati Björns Hákons sé að setja beygjuljós á Lönguhlíðina. Annars mætti horfa til þess, sem stungið hafi verið upp á á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, að hækka gatnamótin. Þá þurfi bílar að hægja á sér. „Í þessu tilfelli í morgun hefði ökumaðurinn þá verið að koma niður af eins konar hraðahindrun, væri á 5-10 kílómetra hraða og hefði þá væntanlega stoppað fyrir barninu.“ Þessi lausn sé víða notuð og unnið með í borgum í löndunum í kringum okkur. Að lyfta gatnamótum rati inn í hönnunarstaðla víða.Samgöngupýramídinn sem Reykjavíkurborg hefur samþykkt.Þá minnir Björn Hákon á að þessa dagana séu líklega fleiri börn gangandi eða hjólandi en venjulega vegna átaksins Göngum í skólann. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir umferðarmenninguna í Reykjavík ekki í lagi. „Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn,“ segir Sigurborg á Twitter. Björn Hákon minnir á að nýlega samþykkti Reykjavíkurborg að breyta forgangsröðun umferðar í allri hönnun og endurhönnun hjá sér, samkvæmt samgöngupýramídanum sem sést hér að ofan. „En þar sem yfirráð borgar og Vegagerðar skarast virðist oft allt vera stopp og litlar úrbætur í boði.“Umferðarmenningin í okkar borg er ekki í lagi. Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn. https://t.co/q6an9XQ1Oz— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) September 5, 2019 Börn og uppeldi Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Ungur sonur Björns Hákons Sveinssonar hafði tjáð pabba sínum að það væri erfitt að fara yfir Miklubrautina við Lönguhlíð á leið í skólann. Björn Hákon ákvað því að horfa á eftir syni sínum á hjólinu yfir götuna og sá fólksbíl ekið í veg fyrir hann á grænu gönguljósi. Hann náði augnablikinu á myndband. Átakið Göngum í skólann stendur yfir þessa dagana þar sem börn eru hvött til að láta ekki skutla sér í skólann. „Hann var búinn að segja mér frá því að það væri erfitt að fara yfir götuna svo ég ákvað að fara í humátt eftir honum. Svo var þetta nákvæmlega eins og hann var búinn að lýsa,“ segir Björn Hákon Sveinsson. „Eins og gefur að skilja fær maður algjörlega í magann.“Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.FBL/Anton BrinkEins og sjá má á myndbandinu efst í fréttinni beygir bíll, sem ekið er úr Lönguhlíð í suður austur yfir Miklubraut þegar grænt gönguljós er komið fyrir son Björns Hákons. Sá ungi er greinilega meðvitaður um hættuna, leyfir bílnum að aka áður en hann heldur áfram yfir götuna. „Það má í rauninni segja að þetta sé sök þeirra sem koma beint yfir Lönguhlíðina, halda svo lengi áfram að ökumaður bílsins á ekki möguleika á að fara yfir,“ segir Björn Hákon. Þetta sé erfitt við að eiga en það sé hans mat að öryggi hjólandi og gangandi eigi að vega meira en þeirra sem aka bílum. Björn Hákon er formaður Samtaka um bíllausan lífstíl.Gæti neyðst til að eggja bílana Björn Hákon birti myndbandið á Twitter og spurði lögreglu og Vegagerðina út í þessi gatnamót. Hvort ekki stæði til að setja upp beygjuljós fyrir þá sem aka Lönguhlíðina, áður en stórslys verður. Þá mætti lögregla sekta ökumenn þarna til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Ef ekki neyðist hann til að mæta með eggjabakka og henda í bíla þessa fólks sem skapi hættuna. „Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar,“ segir í svari Vegagerðarinnar á Twitter. Björn Hákon segir undirgöngin enga lausn fyrir hjólandi og fólk með barnavagn. Auk þess þyrfti sonur hans þá að fara í tvígang yfir gönguljós á Lönguhlíð auk þess að halda á hjólinu sínu upp og niður tröppuna. Hann minnir á að alvarlegt slys hafi orðið í vetur þegar ökumaður, sem beygði af Miklubraut norður Lönguhlíð, ók niður barn. Fleiri slys hafa orðið á sömu gatnamótum, til dæmis árið 2011 og árið 2014. Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar.— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 5, 2019 Fljótlegasta lausnin að mati Björns Hákons sé að setja beygjuljós á Lönguhlíðina. Annars mætti horfa til þess, sem stungið hafi verið upp á á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, að hækka gatnamótin. Þá þurfi bílar að hægja á sér. „Í þessu tilfelli í morgun hefði ökumaðurinn þá verið að koma niður af eins konar hraðahindrun, væri á 5-10 kílómetra hraða og hefði þá væntanlega stoppað fyrir barninu.“ Þessi lausn sé víða notuð og unnið með í borgum í löndunum í kringum okkur. Að lyfta gatnamótum rati inn í hönnunarstaðla víða.Samgöngupýramídinn sem Reykjavíkurborg hefur samþykkt.Þá minnir Björn Hákon á að þessa dagana séu líklega fleiri börn gangandi eða hjólandi en venjulega vegna átaksins Göngum í skólann. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir umferðarmenninguna í Reykjavík ekki í lagi. „Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn,“ segir Sigurborg á Twitter. Björn Hákon minnir á að nýlega samþykkti Reykjavíkurborg að breyta forgangsröðun umferðar í allri hönnun og endurhönnun hjá sér, samkvæmt samgöngupýramídanum sem sést hér að ofan. „En þar sem yfirráð borgar og Vegagerðar skarast virðist oft allt vera stopp og litlar úrbætur í boði.“Umferðarmenningin í okkar borg er ekki í lagi. Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn. https://t.co/q6an9XQ1Oz— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) September 5, 2019
Börn og uppeldi Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira