Giannis mætti til leiks með látum og Grikkir komust áfram á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:15 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í dag. Getty/VCG Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig Körfubolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig
Körfubolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti