Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. september 2019 19:00 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Johnson fyrir að nota lögreglumenn sem bakgrunn fyrir það sem þeir sögðu hápólitíska ræðu í dag. Vísir/EPA Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06