Arnþór Jónsson hefur tekið við sem sölustjóri innanlandsmarkaðar hjá bílaleigunni AVIS. Hann hefur áður starfað sem verkefnastjóri á innanlandsmarkaði.
Í tilkynningu frá bílaleigunni segir að starfið sé tilkomið vegna aukinna umsvifa og mikils vaxtar á starfsemi AVIS innanlands.
„Arnþór starfaði áður sem ráðgjafi á fyrirtækjasviði hjá Intrum/Motus ehf. á árunum 2010 til 2018 áður en hann gekk til liðs við AVIS.
Hann lauk M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum með áherslu á kínversku og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008,“ segir í tilkynningunni.
Alls starfa um 150 hjá AVIS.
