Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 21:02 Rafrettur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, ekki síst á meðal yngra fólks. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. „Þetta er augljóslega faraldur sem kallar á skjót viðbrögð,“ skrifaði David C. Christiani frá lýðheilsuskóla Harvard-háskóla í ritstjórnargrein sem birtist í læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Í leiðaranum er lagt til að læknar ráðleggi fólki að halda sig frá rafrettum og fræði það um skaðsemi rafreykinga, að sögn New York Times. Sumir þeirra sem veiktust reyktu kannabisefni samhliða því að þeir neyttu nikótíns með rafrettu. Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna segir að engar ákveðnar rafrettuvörur eða tæki hafi verið tengd við sjúkdóminn enn sem komið er. Embættismenn stofnunarinnar mæla með því að fólk íhugi að nota ekki rafrettur á meðan rannsókn stendur yfir. Líklegt er talið að veikindin tengist efnum sem sjúklingarnir hafi komist í snertingu við. Í New York-ríki beinist rannsókn að olíu sem unnin er úr E-vítamíni í kannabisvörum sem einhverjir þeirra sem veiktust neyttu. Bandaríkin Rafrettur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. „Þetta er augljóslega faraldur sem kallar á skjót viðbrögð,“ skrifaði David C. Christiani frá lýðheilsuskóla Harvard-háskóla í ritstjórnargrein sem birtist í læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Í leiðaranum er lagt til að læknar ráðleggi fólki að halda sig frá rafrettum og fræði það um skaðsemi rafreykinga, að sögn New York Times. Sumir þeirra sem veiktust reyktu kannabisefni samhliða því að þeir neyttu nikótíns með rafrettu. Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna segir að engar ákveðnar rafrettuvörur eða tæki hafi verið tengd við sjúkdóminn enn sem komið er. Embættismenn stofnunarinnar mæla með því að fólk íhugi að nota ekki rafrettur á meðan rannsókn stendur yfir. Líklegt er talið að veikindin tengist efnum sem sjúklingarnir hafi komist í snertingu við. Í New York-ríki beinist rannsókn að olíu sem unnin er úr E-vítamíni í kannabisvörum sem einhverjir þeirra sem veiktust neyttu.
Bandaríkin Rafrettur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira