Herkænska eða hrunadans Johnsons Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 07:30 Eftir hasarinn í þinginu skrapp Johnson til Skotlands þar sem hann kynnti sér landbúnað. Nordicphotos/Getty Nýliðin vika er algjörlega fordæmalaus í breskum stjórnmálum. Nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, tapaði sínum fyrstu kosningum í þinginu. Tapaði svo aftur. Og svo aftur. Meirihluti ríkisstjórnarinnar féll á meðan Johnson hélt ræðu um styrka stjórn. Þingmenn með áratuga reynslu og fyrrverandi ráðherrar voru reknir úr flokknum. Bróðir forsætisráðherra sagði af sér ráðherraembætti. Breska þingið er orðið að apasirkus. Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri búið að leysa upp þing og boða til nýrra kosninga. Eftir niðurlægingu eins og sást í vikunni ætti sitjandi forsætisráðherra ekki möguleika á að sigra í slíkum kosningum og yrði steypt af stóli af eigin flokksmönnum. En Brexit eru engar venjulegar kringumstæður.Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnsons. Nordicphotos/GettyBrexit hefur gjörbreytt hinu pólitíska landslagi, þá sérstaklega Íhaldsflokknum. Tilfinningar eru í spilinu og rista djúpt. Fólk er tilbúið til að fórna pólitískri framtíð sinni. Mörgum brá í brún þegar fregnir bárust af því að Johnson hefði gengið á línuna og rekið 21 þingmann úr flokknum á stalínískan máta. Þar á meðal tvo fyrrverandi fjármálaráðherra og barnabarn sjálfs Winstons Churchill. Þessir þingmenn eru ekki róttæklingar heldur grandvarir og frekar óspennandi menn með áratuga hollustu við flokkinn að baki. En þetta kom þeim sjálfum ekki á óvart. Johnson hafði hótað þessu ef þeir hlýddu ekki en þeir voru tilbúnir að fórna sinni pólitísku framtíð fyrir málstaðinn. Í dag spyr fólk sig hvað sé í gangi og hvað muni gerast. Hvert er planið hjá Boris Johnson og aðalráðgjafa hans, Dominic Cummings? Cummings er enginn bjáni. Hann skipulagði útgönguherferðina sem leiddi til þess að Brexit var samþykkt sumarið 2016. Enginn hafði trú á honum þá en Cummings hugsar marga leiki fram í tímann. Í dag virðist Boris Johnson með óvinnandi stöðu á borðinu en kannski er þetta allt saman úthugsað og samkvæmt áætlun. Enn hefur ekki verið samið við Brussel, Jeremy Corbyn er ekki orðinn forsætisráðherra og þó að þingflokkurinn sé orðinn fámennari þá er hann samheldnari. Kenningar hafa verið uppi um að Boris Johnson sé að berjast fyrir útgöngu án samnings, hörðu Brexit, til þess að fá samning. Efnahagsþrengingar muni fylgja útgöngunni með tilheyrandi niðurskurði og það er ekki öfundsvert að vera forsætisráðherra á slíkum tímum. Johnson og Cummings hafi því kokkað það upp að hótunin um hart Brexit sé svo slæm fyrir Brussel að Merkel, Macron og félagar muni gefa eftir og leita eftir samningi hagstæðum Bretlandi. Hvort þetta sé snilldar herbragð eða voðaskot mun koma í ljós. Pólitíski pistlahöfundurinn Jonathan Freedman sagði Johnson vera eins og bankaræningja sem heldur byssu upp að eigin höfði. En hvað gerist næst? Nokkuð ljóst er að kosningar verða haldnar á næstu mánuðum. Boris hefur sagt að hann ætli ekki aftur til Brussel til að biðja um frekari frest og aðrir í ríkisstjórninni hafa talað á sömu leið. Þeir segja ekki víst að lögunum sem þingið setur verði fylgt eftir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta og stjórnarandstaða margra flokka og brottrekinna Íhaldsmanna virðist ekki líkleg til að mynda bandalag í kringum Corbyn. Rætt hefur verið um að mynda tímabundna stjórn til að koma á samningi. Ken Clarke, einn hinna brottreknu, hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra í því samhengi. Ef Johnson vinnur kosningar eftir að samningur hefur verið gerður getur hann þvegið hendur sínar af honum og jafnframt notið ávaxtanna. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Nýliðin vika er algjörlega fordæmalaus í breskum stjórnmálum. Nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, tapaði sínum fyrstu kosningum í þinginu. Tapaði svo aftur. Og svo aftur. Meirihluti ríkisstjórnarinnar féll á meðan Johnson hélt ræðu um styrka stjórn. Þingmenn með áratuga reynslu og fyrrverandi ráðherrar voru reknir úr flokknum. Bróðir forsætisráðherra sagði af sér ráðherraembætti. Breska þingið er orðið að apasirkus. Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri búið að leysa upp þing og boða til nýrra kosninga. Eftir niðurlægingu eins og sást í vikunni ætti sitjandi forsætisráðherra ekki möguleika á að sigra í slíkum kosningum og yrði steypt af stóli af eigin flokksmönnum. En Brexit eru engar venjulegar kringumstæður.Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnsons. Nordicphotos/GettyBrexit hefur gjörbreytt hinu pólitíska landslagi, þá sérstaklega Íhaldsflokknum. Tilfinningar eru í spilinu og rista djúpt. Fólk er tilbúið til að fórna pólitískri framtíð sinni. Mörgum brá í brún þegar fregnir bárust af því að Johnson hefði gengið á línuna og rekið 21 þingmann úr flokknum á stalínískan máta. Þar á meðal tvo fyrrverandi fjármálaráðherra og barnabarn sjálfs Winstons Churchill. Þessir þingmenn eru ekki róttæklingar heldur grandvarir og frekar óspennandi menn með áratuga hollustu við flokkinn að baki. En þetta kom þeim sjálfum ekki á óvart. Johnson hafði hótað þessu ef þeir hlýddu ekki en þeir voru tilbúnir að fórna sinni pólitísku framtíð fyrir málstaðinn. Í dag spyr fólk sig hvað sé í gangi og hvað muni gerast. Hvert er planið hjá Boris Johnson og aðalráðgjafa hans, Dominic Cummings? Cummings er enginn bjáni. Hann skipulagði útgönguherferðina sem leiddi til þess að Brexit var samþykkt sumarið 2016. Enginn hafði trú á honum þá en Cummings hugsar marga leiki fram í tímann. Í dag virðist Boris Johnson með óvinnandi stöðu á borðinu en kannski er þetta allt saman úthugsað og samkvæmt áætlun. Enn hefur ekki verið samið við Brussel, Jeremy Corbyn er ekki orðinn forsætisráðherra og þó að þingflokkurinn sé orðinn fámennari þá er hann samheldnari. Kenningar hafa verið uppi um að Boris Johnson sé að berjast fyrir útgöngu án samnings, hörðu Brexit, til þess að fá samning. Efnahagsþrengingar muni fylgja útgöngunni með tilheyrandi niðurskurði og það er ekki öfundsvert að vera forsætisráðherra á slíkum tímum. Johnson og Cummings hafi því kokkað það upp að hótunin um hart Brexit sé svo slæm fyrir Brussel að Merkel, Macron og félagar muni gefa eftir og leita eftir samningi hagstæðum Bretlandi. Hvort þetta sé snilldar herbragð eða voðaskot mun koma í ljós. Pólitíski pistlahöfundurinn Jonathan Freedman sagði Johnson vera eins og bankaræningja sem heldur byssu upp að eigin höfði. En hvað gerist næst? Nokkuð ljóst er að kosningar verða haldnar á næstu mánuðum. Boris hefur sagt að hann ætli ekki aftur til Brussel til að biðja um frekari frest og aðrir í ríkisstjórninni hafa talað á sömu leið. Þeir segja ekki víst að lögunum sem þingið setur verði fylgt eftir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta og stjórnarandstaða margra flokka og brottrekinna Íhaldsmanna virðist ekki líkleg til að mynda bandalag í kringum Corbyn. Rætt hefur verið um að mynda tímabundna stjórn til að koma á samningi. Ken Clarke, einn hinna brottreknu, hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra í því samhengi. Ef Johnson vinnur kosningar eftir að samningur hefur verið gerður getur hann þvegið hendur sínar af honum og jafnframt notið ávaxtanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00