Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 10:11 Hafnarnes VER er einn stærsti vinnuveitandinn í bænum. vísir/mhh Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. desember. Hafnarnes er einn stærsti vinnuveitandinn í Þorlákshöfn og segir í tilkynningu Ólafi Hannessyni, framkvæmdastjóra, að uppsagnirnar séu reiðarslag. Bæjaryfirvöld hafi verið upplýst um málið enda hafi þau staðið þétt við bakið á fyrirtækinu í þeirri baráttu sem það hafi átt í við stjórnvöld. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé í beinu framhaldi af nýjum reglum um veiði á sæbjúgum. Eru vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar og Kristjáns Þórs Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, gagnrýnd harðlega. Að neðan má sjá tilkynninguna:Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Síðastliðið ár höfum við reynt eftir fremsta megni að glíma við sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknarstofnun Íslands, en við ofurefli hefur verið að etja. Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. Ítrekað var bent á að þetta yrði óhjákæmileg afleiðing ákvörðunartöku þeirra en þessir aðilar hafa kosið að skella skollaeyrum við þeim aðvörunum.Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu.Hafrannsóknarstofnun hefur í nýjum ráðleggingum sínum kosið að umbylta veiðifyrirkomulagi sæbjúgna. Teiknuð hafa verið upp ný veiðisvæði fyrir austan og vestan land, umrædd svæði virðast þó lítið eiga sameiginlegt við vísindalegar athuganir, veiðisögu eða upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem tilviljun ein um hvar reglustrikan stóð á borðinu hafi ráðið meiru um skiptingu veiðihólfa heldur en önnur sjónarmið. Stærð hólfa margfalt stærri en eðlilegt mætti þykja og í engum takti við þær veiðar sem stundaðar eru.Ekki vongóður Í samtali við Vísi segist Ólafur vona innilega að hið nýja fyrirkomulag varðandi veiði á sæbjúgum verði endurskoðað en bætir við að hann sé ekki vongóður um það. Hafnarnes VER er kvótalaus útgerð og fiskvinnsla og hafa sæbjúgun gert það að verkum að fyrirtækið getur haldið úti rekstri allt árið. „Við erum að kaupa hráefni á fiskmarkaði og reynum að vera í beinum viðskiptum við báta. Svo erum við með einn bát sem við leigjum aflaheimildir á en það er orðið erfitt að fá aflaheimildir og orðið mjög dýrt,“ segir Ólafur. Nú sé verið að horfa á stór göt á rekstrarárinu vegna minni veiði á sæbjúgum. „En nú þurfum við að stokka spilin. Við höfum ávallt reyna að leita leiða til að finna út úr því hvernig við getum leyst þetta, finna nýjar tegundir til að vinna eða finna aðila sem vantar að vinna hráefni fyrir sig. Við erum með aðstöðu og fólk sem er viljugt að vinna en vantar hráefni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ölfus Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. desember. Hafnarnes er einn stærsti vinnuveitandinn í Þorlákshöfn og segir í tilkynningu Ólafi Hannessyni, framkvæmdastjóra, að uppsagnirnar séu reiðarslag. Bæjaryfirvöld hafi verið upplýst um málið enda hafi þau staðið þétt við bakið á fyrirtækinu í þeirri baráttu sem það hafi átt í við stjórnvöld. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé í beinu framhaldi af nýjum reglum um veiði á sæbjúgum. Eru vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar og Kristjáns Þórs Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, gagnrýnd harðlega. Að neðan má sjá tilkynninguna:Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Síðastliðið ár höfum við reynt eftir fremsta megni að glíma við sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknarstofnun Íslands, en við ofurefli hefur verið að etja. Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. Ítrekað var bent á að þetta yrði óhjákæmileg afleiðing ákvörðunartöku þeirra en þessir aðilar hafa kosið að skella skollaeyrum við þeim aðvörunum.Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu.Hafrannsóknarstofnun hefur í nýjum ráðleggingum sínum kosið að umbylta veiðifyrirkomulagi sæbjúgna. Teiknuð hafa verið upp ný veiðisvæði fyrir austan og vestan land, umrædd svæði virðast þó lítið eiga sameiginlegt við vísindalegar athuganir, veiðisögu eða upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem tilviljun ein um hvar reglustrikan stóð á borðinu hafi ráðið meiru um skiptingu veiðihólfa heldur en önnur sjónarmið. Stærð hólfa margfalt stærri en eðlilegt mætti þykja og í engum takti við þær veiðar sem stundaðar eru.Ekki vongóður Í samtali við Vísi segist Ólafur vona innilega að hið nýja fyrirkomulag varðandi veiði á sæbjúgum verði endurskoðað en bætir við að hann sé ekki vongóður um það. Hafnarnes VER er kvótalaus útgerð og fiskvinnsla og hafa sæbjúgun gert það að verkum að fyrirtækið getur haldið úti rekstri allt árið. „Við erum að kaupa hráefni á fiskmarkaði og reynum að vera í beinum viðskiptum við báta. Svo erum við með einn bát sem við leigjum aflaheimildir á en það er orðið erfitt að fá aflaheimildir og orðið mjög dýrt,“ segir Ólafur. Nú sé verið að horfa á stór göt á rekstrarárinu vegna minni veiði á sæbjúgum. „En nú þurfum við að stokka spilin. Við höfum ávallt reyna að leita leiða til að finna út úr því hvernig við getum leyst þetta, finna nýjar tegundir til að vinna eða finna aðila sem vantar að vinna hráefni fyrir sig. Við erum með aðstöðu og fólk sem er viljugt að vinna en vantar hráefni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ölfus Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira