Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 22:29 Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Vísir/epa Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira