Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 22:29 Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Vísir/epa Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira